-1.1 C
Selfoss

Leitað að manni sem féll í Gullfoss

Vinsælast

Klukkan hálf ellefu í kvöld voru 145 björgunarmenn á 28 tækjum, bílum, bátum og Jetskium við leit að manni sem féll í Gullfoss á fimmta tímanum í dag. Þyrla Landhelgisgæslunar aðstoðaði við leitina, meðal annars með hitamyndavélum. Auk þess var notast við dróna og báta. Ætlunin er að leita áfram fram á nótt og í fyrramálið verður leit haldið áfram.

Björgunarmenn eru að leita á brún gilsins við mjög erfiðar aðstæður þar sem brúnin er hál. Eins eru bátar að leita neðar í Hvítá. Ferðaþjónustuaðilar hafa einnig lánað búnað til leitarinnar.

Ekki er vitað með vissu hver maðurinn er en lögreglan hefur ákveðnar vísbendingar út frá bílum á bílastæði við fossinn.

 

Nýjar fréttir