-1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Innsýn á tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju

Innsýn á tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju

0
Innsýn á tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju

INNSÝN er yfirskrift næstu tónleika á tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju í Selvogi sunnudaginn 16. júlí nk. Þar koma fram þær​ Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran, Margrét Brynjarsdóttir mezzósópran og ​Lára Bryndís Eggertsdóttir pían óleikari.

Á efnisskránni eru​ dúettar og einsöngslög úr heimi ljóða- og óperubókmenntanna sem veita innsýn í líf og aðstæður fólks um allan heim á mismundandi tímum.

Hátíðin Englar og menn, sem nú er haldin í fimmta sinn. Hátíðin í ár er glæsileg sönghátíð líkt og á undanfarin ár, þar sem fram koma margir fremstu söngvara og hljóðfæraleikara landsins ásamt ungum og upprennandi söngvurum. Á hátíðinni ár verða einnig heiðursgestir frá Englandi sem tengja keltneska þjóðlagaarfinn við hinn íslenska.

Í Strandarkirkju er einstakur hljómburður og helgi sem skapar hlýja stemningu og nálægð. Flytjendur sumarsins eru með það í huga við val á efnisskrá sinni sem er afar fjölbreytt og er í takt við anda og sögu staðarins.

Næstu tónleikar

Söngkonurnar Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Margrét Brynjarsdóttir koma fram á tónleikum hátíðarinnar 23. júlí og með þeim leikur Helga Bryndís Magnúsdóttir á píanó og orgel.

Dúettinn Duo Atlantica kemur síðan fram 30. júlí en hann skipa Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari. Hátíðinni lýkur svo með uppskerumessu og lokatónleikum 13. ágúst kl. 15 þar sem fram koma Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage hörpuleikari og Hilmar Örn Agnarsson organisti. Sr. Baldur Kristjánsson sóknarprestur annast guðsþjónustuna.

Á heimasíðu hátíðarinnar www.englarogmenn.is er ítarleg dagskrá sem og á Facebook síðu hátíðarinnar.