Börn í öllum bekkjum í Grunnskólanum í Hveragerði munu fá ókeypis námsgögn þegar skólastarf hefst í haust. Ákvörðun um þetta var tekin við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 og einróma samþykkt af öllum bæjarfulltrúum Hveragerðisbæjar í lok árs 2016.
Ákvörðun þessi er liður í því að gera Hveragerðisbæ að enn betri búsetukosti fyrir barnafjölskyldur en nú fjölgar sem aldrei fyrr í Hveragerði.
Bæjarstjórn Hveragerðis er augljóslega meðvituð um mikilvægi þess að bæjarbúum, bæði ungum og þeim sem eldri eru, standi ávallt til boða besta mögulega þjónusta.