-6.5 C
Selfoss

Eldur í einbýlishúsi á Stokkseyri

Vinsælast

Brunavarnir Árnessýslu fengu boð um eld í einbýlishúsi á Stokkseyri á sjötta tímanum í morgun. Við aðkomu á vettvang var mikill eldur í húsinu en íbúi hússins hafði komist út af sjálfsdáðum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Landsspítalann í Fossvogi.
Slökkviliðsmenn BÁ frá Selfossi og Hveragerði fóru á staðinn með dælubíla, tankbíla og körfubíl. Auk þess var óskað eftir aðstoð frá slökkviliðsmönnum BÁ frá Laugarvatni þegar leið á morguninn og skipta þurfti út þreyttum slökkviliðsmönnum.

Búið er að slökkva eldinn en þar sem húsið er gamalt og einangrað með heyi að hluta geta glæður leynst inni í veggjum og þaki. Því munu slökkviliðsmenn verða við vinnu í húsinu fram eftir degi. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á eldsupptökum. Þetta kemur fram á facebook-síðu BÁ.

Nýjar fréttir