1.7 C
Selfoss
Home Fréttir Ungi maðurinn látinn

Ungi maðurinn látinn

0
Ungi maðurinn látinn

Ungi maðurinn sem slasaðist á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi þriðjudaginn 11. júlí síðastliðinn var úrskurðaður látinn í gær.

Slysið var með þeim hætti að maðurinn var að vinna undir bíl þar sem tjakkur gaf sig og féll ofan á hann. Maðurinn klemmdist undir bílnum. Endurlífgunartilraunir voru gerðar á staðnum og hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landsspítalann í Fossvogi.

Á facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að ekki sé unnt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu.