-1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Klarinettuverk í Sólheimakirkju um helgina

Klarinettuverk í Sólheimakirkju um helgina

0
Klarinettuverk í Sólheimakirkju um helgina
Kristi Hanno, klarinettuleikari frá Bandaríkjunum.
Kristi Hanno, klarinettuleikari frá Bandaríkjunum.

Laugardaginn 15. júlí nk. kl. 14:00 mun Kristi Hanno, klarinettuleikari frá Bandaríkjunum, flytja nokkur klarinettuverk eftir ýmis tónskáld á Menningarveislu Sólheima í Sólheimakirkju.

Upplagt er að kíkja við á Sólheimum og skoða í leiðinni sýninguna „Hvað hef ég gert“ í Sesseljuhúsi og samsýningu vinnustofa í Ingustofu. Verslun og kaffihús eru á staðnum og því um að gera að koma og njóta. Allir eru velkomnir á Sólheima.