-2.2 C
Selfoss

Slys á gámasvæðinu við Víkurheiði

Vinsælast

Laust fyrir klukkan 21:00 í gærkvöldi barst lögreglu og sjúkraflutningamönnum tilkynning um slys á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi. Þar féll bifreið af tjakki með þeim afleiðingum að ungur maður sem var að vinna undir bifreiðinni klemmdist fastur.

Í tilkynningu segir að endurlífgunartilraunir á vettvangi hafi borið árangur og að maðurinn hafi verið fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttökuna í Fossvogi. Er líðan hans sögð eftir atvikum.

Uppfært kl. 11:45.
Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi vinnur að rannsókn slyssins sem varð á gámasvæði á Víkurheiði á Selfossi í gærkvöldi. Rannsókn miðar vel. Ungi maðurinn slasaðist alvarlega og er í gjörgæslu. Frekari upplýsingar verða ekki veittar um ástand hans að svo stöddu. (facebook síða lögreglunnar á Suðurlandi).

Nýjar fréttir