-1.1 C
Selfoss

Lítið um framúrakstur

Vinsælast

Fyrsta helgin í júlí er annáluð ferðahelgi og hefur umferðarþungi þessa helgi verið svipaður og um Verslunarmannahelgina. Að sögn Bjarna Ólafs Magnússonar lög­regluvarðstjóra á Suðurlandi er umferðin orðin mikil, allt árið og því skera þessar helgar sig varla lengur úr.

Lögregluvarðstjóri segir umferðina um síðustu helgi hafa verið mjög þétta og stöðuga í vesturátt til Reykjavíkur allan seinnipartinn, enda margir á leið heim eftir ferðalag helgarinnar.

Bjarni segir fólk almennt virðast afslappað í umferðinni  og að hraðinn sé um 80 til 90 og lítið sé um framúrakstur.

„Nú er umferðina mun jafnari en hún var fyrir 10 árum,“ segir Bjarni en hún er alls ekki minni. Hún hefur jafnast út yfir allt árið. Fyrir lögregluna snýst þetta um hversu miklu er hægt að bæta ofan á umferðaþungan sem fyrir er.

Nýjar fréttir