-1.6 C
Selfoss

Landvarsla á suðurhálendinu fram á haust

Vinsælast

Í Sumar og fram á haust verður starfrækt starfstöð í Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum, þar sem landverðir veita upplýsingar og fræðslu til ferðamanna frá kl. 9:00 – 17:00 alla daga. Um er að ræða Vatnajökulsþjóðgarð, friðland að Fjallabaki og önnur svæði í nágrenninu. Það eru Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður sem hafa gert með sér samstarfssamning um landvörslu á Suðurhálendinu í sumar og fram á haust.

Vegalandvarsla er einnig í umsjá landvarða, þar sem þeir eru á ferðinni um suðurhálendið og veita ökumönnum upplýsingar um verndarsvæðin og nágrenni þeirra og hvaða umgengnisreglur gilda á svæðunum.

Mikilvægur þáttur vegalandsvörslu eru forvarnir gegn utanvegaakstri sem er mikið vandamál á Suðurhálendinu. Vegfarendur er m.a. upplýstir um mikilvægi þess að ganga vel um náttúruna, aka ekki utan vega og hafa náttstað á skilgreindum tjaldsvæðum. Umræddur þáttur starfsins hefur skilað góðum árangri í bættri ferðahegðun gesta á hálendinu.

Nýjar fréttir