-1.6 C
Selfoss
Home Fréttir Alvarlegt slys í hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum

Alvarlegt slys í hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum

0
Alvarlegt slys í hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum
Frá keppninni 2016. Mynd: KIA Gullhringurinn.

Alvarlegt slys varð í hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum í gær við Brúará á Biskupstungnabraut skammt frá afleggjaranum inn á Skálholtsveg. Slysið átti sér stað er nokkur reiðhjól skullu saman með þeim afleiðingum að fimm keppendur féllu í götuna. Einn slasaðist alvarlega og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.

Nokkrir keppendur sem voru á undan héldu áfram og luku keppni en þeir sem fyrir aftan voru hjóluðu saman í mark í fylgd björgunarsveita.