-8.3 C
Selfoss
Home Fréttir Stærsti urriðinn úr Veiðivötnum

Stærsti urriðinn úr Veiðivötnum

0
Stærsti urriðinn úr Veiðivötnum
Grímur Aronsson með stærsta urriðan úr Veiðivötnum.

Á síðasta ári veiddist talsverð af vænum urriðum í Veiðivötnum, en sá stærsti kom úr Ónefndavatni og viktaði hann 12,5 pund. Veiðimaðurinn ljúfi og brosmildi Grímur Aronsson náði þeim fiski, og var hann verðlaunaður nú í vor er hann átti leið í Vötnin. Hér eru fréttir sem teknar eru af Veiðivatnavefnum: Mjög vel veiddist í Veiðivötnum í annarri veiðivikunni. „ Alls komu 3593 fiskar á land, og er heildarveiðin eftir tvær vikur komin í 7125 fiska sem er ein besta veiði síðan metárið 2010. Flestir fiskar hafa veiðst í Snjóölduvatni, 3245 fiskar, en hástökkvari vikunnar er Litlisjór en þar veiddust 858 urriðar í síðustu viku og er heildarveiðin í Litlasjó þá komin í 1299 fiska. Stærstu fiskarnir og mesta meðalþyngdin er í Grænavatni“ Að lokum má geta þess að nokkur veiðileyfi ásamt húsum er laust í sumar.