1.7 C
Selfoss

Flughátíðin Allt sem flýgur

Vinsælast

Hin árlega flughátíð Flugmálafélags Íslands verður haldinn á Hellu helgina 8.- 10. júlí nk. Hátíðin snýst að vanda um að kynnast ólíkum flugsportum, fljúga, fylgjast með flugi, tala um flug og njóta samveru með vinum og fjölskyldu.

Dagskráin hefst föstudaginn 8. Júlí kl. 12:00 en þá munu fyrstu gestirnir að mæta. Flestir setja upp tjöld, koma sér vel fyrir, grilla með vinum og njóta kvöldsins á meðan flugvélar týnast á svæðið.

Hátíðin hefst formlega á laugardag kl. 12:00 þegar flugvélar byrja að fljúga um svæðið.

Kl. 13:00–15:00 verðurynning á flugsportum þar sem allt verður á flugi – allt frá flugvélum, þyrlum, fallhlífarstökkvurum, listflugvélum, fisum, svifflugum og drónum yfir í svifvængi, flugdreka, flugmódel, karamellukast úr lofti fyrir börnin, útsýnisflug o.fl. Um kvöldið verður síðan grillveisla og kvöldvaka

Á sunnudeginum verða vélar komnar á loft upp á ný úr hádegi og fólk byrjar að pakka saman eftir helgina.

Alla helgina verður m.a. frisbígolf á svæðinu, ísbíllinn mætir, pylsur í boði Atlantsolíu, gjafir fyrir börnin o.fl.

Nýjar fréttir