-4.3 C
Selfoss
Home Fréttir Framkvæmdir við Austurveg

Framkvæmdir við Austurveg

0
Framkvæmdir við Austurveg

Verktakar hjá Jáverk vinna nú að byggingu fjölbýlishús við Austurveg á Selfossi. Í þessum áfanga er verið að byggja þriggja hæða blokk ásamt bílakjallara og eru íbúðirnar ætlaðar eldriborgurum. Tómstunda- og félagsaðstaða á vegum bæjarfélagsins verður í miðrýni hússins og eru íbúðirnar sem verða 28 talsins ætlaðar eldri borgurum. Mikill áhugi er fyrir íbúðunum sem að sögn Axels Daðasonar hjá Jáverki, eru ekki enn komnar í sölu.

Áætlað er að félagsaðstaðan verði tilbúin í maí á næsta ári og íbúðirnar í lok árs 2018.

-hs

Gísli Þór Guðmundsson verkstjóri jarðvegsvinnu, Ármann M. Ármannsson og Sigurður Guðmundsson sjá um undirlag hússins og segja þeir brosandi að þegar byggingu sé lokið sjái enginn verkin þeirra. Mynd: Helena.
Steypun dælt í mótin. Mynd: Helena.