-8.2 C
Selfoss

Þingvallagangan með Guðna

Vinsælast

Þetta er þriðja árið í röð sem ég fer fyrir Þingvallagöngu sem Þjóðgarðurinn á Þingvöllum stendur fyrir á fimmtudagskvöldum á sumrin. Það leiðir einhver sagnamaður hverja göngu og hefur frjálst val um efnistök,ég sagði frá Hallgerði Langbrók í hitteðfyrra hafði þá gefið út bók til að rétta hlut hennar. Í fyrra sagði ég frá Skarphéðni Njálssyni í gríðarlega fjölmennri göngu. Nú ætla ég að segja frá þeim stóratburði þegar íslendingar skiptu um trú á Þingvöllum árið eitt þúsund. Hvað gerði það að verkum að heil þjóð kastaði trú sinni og tók upp annan sið kristna trú. Geir Waage sóknarprestur í Reykholti mun leiða gönguna með mér og flytja ávarp í lok göngunnar við Þingvallakirkju. Þannig að þetta verður fróðleg upprifjun og við munum meta hvað gerðist en þetta var ekki átakalaust og munaði litlu að þingheimur berðist menn voru með alvæpni. Nú Jörmundur Ingi fyrrv. allsherjargoði mun verða með í göngunni og víkingar fylgja honum og verða undir vopnum. Svo mun Karlakór Kjalnesinga syngja falleg gömul lög,þannig að þetta verður þjóðhátíð og öllum er velkomið að fylgja okkur. Gangan fer fram fimmtudagskvöldið 6 júlí og gengið verður frá Hakinu kl. 20,00 þaðan gengið á Lögberg og svo að Þingvallakirkju.

Kveða, Guðni Ágústsson.

 

Nýjar fréttir