-8.2 C
Selfoss

Gjöf til íbúa Selfoss

Vinsælast

Á þessu ári hvetur alheimshreyfing Lions allar deildir innan samtakanna, til góðverka í nærumhverfi sínu. Að því tilefni stóðu Lionsklúbbur Selfoss og Embla, kvennadeild innan hreyfingarinnar, að sameiginlegu verkefni en ákveðið var að búa til áningarstað við vinsæla gönguleið í bænum. Þar sem hægt væri að setjast niður eftir gönguferð, gera teygju- og íþróttaræfingar eða bara setjast niður og njóta útsýnisins. Sveitarfélagið Árborg útvegaði lóðarskikann og sá um jarðvegsskipti og undirvinnu en félagarnir í klúbbunum hellu- og þökulögðu og komu fyrir steinsteyptum bekk, blómakeri og aðstöðu til upphýfinga.

Margir voru saman komnir við vígsluathöfnina í lundinum þann 27. júní en Lionsfólk hafði boðið til pulsuveislu að athöfn lokinni. Lundurinn mun heita Loinslundur og er hann við Árveg rétt neðan við Björgunarmiðstöðina. Það er von Lionsfélaga að margir munu staldra við og njóta.

-hs.

Ólafur Sigurðsson festir skjöld á bekkinn. Mynd: Helena
Pulsuveislu í Lionslundi við Árveg. Mynd: Helena.

Nýjar fréttir