3.4 C
Selfoss

Útimessa í Arnarbæli í Ölfusi

Vinsælast

Sunnudagurinn 2. júlí. verður útimessa í Arnarbæli í Ölfusi. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiðir söng undir stjórn Hannesar Baldurssonar.

Jón Ragnarsson sóknarprestur messar og verður kirkjukaffi boði Kotstrandarsóknar og kirkjukórsins eftir messu.

Kirkju er fyrst getið í Arnarbæli um 1200 og síðasta kirkja þar var ofan tekin 1909, þegar Arnarbælis- og Reykjasóknir voru sameinaðar og ný kirkja byggð á Kotströnd. Arnarbæli var prestssetur til 1942.

Arnarbæli er við Ölfusá, ekið er frá Þjóðvegi nr. 1 u.þ.b. 1 km austan við Kotstrandarkirkju um Arnarbælisveg nr. 375.

Nýjar fréttir