Nýlega hófust boranir á heitu vatni við Jórutún norðan við Ölfusárbrú á Selfossi. Í dag mátti glöggt sjá árangur borana því myndarlegur heitavatnslækur rennur nú í Ölfusá rétt við brúna. Heitavatnið er frá yfirfullri borholu skammt frá og hefur það verið leitt með bráðarbyrgða lögn fram af berginu. Gufustrókurinn er áberandi í kvöldsólinni þegar heitt vatnið fossar í ána. Myndir: Helena.
-hs.