Félagar í Stangaveiðifélagi Selfoss voru mættir að bökkum Ölfusár snemma í morgun, ásamt þeim Örnu Ír Gunnarsdóttur og Eyrúnu B. Magnúsdóttur bæjarfulltrúum sveitafélagsins Árborgar. Veiðifélagarnir Agnar Pétursson og Ægir Garðar Gíslason voru þeim til aðstoðar. Arna Ír vildi meina að hún væri betri í að því að borða fisk en veiða, en Eyrún sagðist vera framtíðar veiðimaður og hafði hún mikla trú á ánamaðknum sem hún sagði vera úr Austurbænum.
-hs.