-5 C
Selfoss

Mikil gleði á Kótelettunni

Vinsælast

Fjöldi fólks lagði leið sína á Selfoss á Kótelettuna BBQ Festival sem haldin var helgina 9.–10. Júní sl. Hátíðin fór vel fram og yljaði sólin hátíðargestum. Margt skemmtilegt var í boði yfir daginn á hátíðarsvæðinu, gestir gátu kynnt sér allt á grillið fyrir sumarið og smakkað fjölbreytta íslenska framleiðslu. Götugrillmeistarinn 2017 var valinn og söfnun til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna tókst með eindæmum vel þar sem félagar í Golfklúbbnum Tuddunum seldu og grilluðu um 2.000 kótelettur. Þá stigu margir af bestu og og þekktustu tónlistarmönnum landsins á svið, kynslóðir mættust og nutu frábærrar tónlistarveislu. „Hátíðin heppnaðist mjög vel í alla staði og við viljum þakka öllum aðilum sem komu að hátíðinni fyrir gott samstarf, íbúum og öllum þeim sem lögðu leið sín á Selfoss til þess að njóta helgarinnar,“ segir Einar Björnsson sem stóð fyrir hátíðinni.

Nýjar fréttir