-1.6 C
Selfoss

Ýmislegt skemmtilegt á Sólheimum um helgina

Vinsælast

Ýmislegt skemmtilegt verður á boðstólum í Menningarveislu Sólheima um komandi helgi. Lay Low, Lovísa Elísabet, mun flytja nokkur vel valin lög í Sólheimakirkju á laugardeginum kl. 14. Þess má geta að hún vinnur nú að fjórðu pæötu sinni. Aðgangur er ókeypis. Klukkan 15 verða hestar við Völu þar sem teymt verður undir á ljúfum hestum. Bubbi og Stebba frá Vorsabæ 2 munu gleðja litla og stóra. Jónsmessu útijóga verður við Grænu Könnuna kl. 16. Þar mun Unnur Arndísardóttir jógakennari leiða gesti í útijóga og er þetta ætlað fyrir alla fjölskylduna.

Brúðuleikhús Bernd Odgrodnik verður í íþróttahúsinu á sunnudag.

Sunnudaginn 25. júní kl. 14 kemur „Bleiki fíllinn“ í heimsókn í íþróttahús Sólheima. Þar er um að ræða brúðuleikhús Bernd Odgrodnik. Aðgangur er ókeypis. Allir eru velkomnir á Menningarveislu Sólheima.

Nýjar fréttir