-4.3 C
Selfoss

Allir klárir í Landsmótið í Hveragerði

Vinsælast

Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri verður heldið í Hvera­gerði um helgina. Mótið hefst í dag kl. 10 á með keppni í boccia í Hamarshöllinni. Einnig verður keppt í ringó í íþróttahúsinu. Form­leg mótssetning verður í íþrótta­húsinu um kvöldið kl. 20.

Keppt verður í fjölda greina á Landsmóti UMFÍ 50+. Má þar nefna boccia, ringó, línudans, golf, skák, bridds, sund, frjálsar íþróttir, pútt, strandblak, bad­minton og þríþraut. Þá er einnig keppt í pönnukökubakstri, utanvegahlaupi, jurtagreiningu og fugla­greiningu. Mótinu lýkur eftir hádegi á sunnudag með keppni í stígvélakasti sem hefst kl. 13.

Dagskrá mótsins má sjá inn á vef umfi.is og hveragerdi.is.

Nýjar fréttir