-1.6 C
Selfoss

Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar í Gunnarshólma

Vinsælast

Jónas Sig og hljómsveit hans, Ritvélar framtíðarinnar, endurtaka um þessar mundir leikinn frá því í fyrrasumar og fara í útilegutúr hringinn í kringum landið, nema í þetta sinn eru það fleiri dagar og fleiri staðir. Eftirvæntingin er mikil enda finnst þessari hljómsveit fátt skemmtilegra en að heimsækja bæi, þorp og sveitir hringinn í kringum landið, hitta frábært fólk og drekka í sig íslenska náttúru. Síðasta sumar komust oftar en ekki færri að en vildu svo það borgar sig að tryggja sér miða í forsölu á midi.is. Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar eru annáluð fyrir lifandi flutning á tónleikum og því ætti enginn að missa af þessu.

Viðkomustaðirnir Jónasar og félaga verða m.a í Gunnarshólma í Austur-Landeyjum föstudaginn 23. júní, í Víkurkirkju í Vík í Mýrdal mánudaginn 26. júní og Háaloftið Vestmannaeyjum fimmtudaginn 6. júlí. Nánari upplýsingar er að finna á facebook síðu hljómsveitarinnar og á midi.is.

Nýjar fréttir