-1.1 C
Selfoss

Aukið frelsi – aukin hamingja

Vinsælast

Rósa Richter, sálfræðingur og listmeðferðarfræðingur, sameinar vestrænar meðferðir eins og EMDR og listmeðferðarfræði og aldargamlar leiðir eins og andlega iðkun, hugleiðslu, reiki heilun og jóga.

Rósa lærði sálfræði og „Expressive Arts Therapy” við CIIS Háskóla (California Institue of Integral Studies) í San Francisco. Hún blandar saman fleiri en einni aðferð, en um það fjallar meistaragráða hennar. Í náminu er lögð mikil áhersla á heildræna nálgun og nám í gegnum upplifun (experiential learning).

Þessi meðferð er algjör nýjung, en aðferðirnar sem Rósa hefur blandað saman eru, Expressive Arts Therapy (EXA), EMDR og Núvitund. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt fram á virkni allra þessa meðferða.

Rósa hefur starfað sem sálfræðingur á Heilsustofnun NFLÍ í Hveragerði ásamt því að reka sálfræðistofu í Reykjavík. Hún hefur stundað rannsóknir og skoðað rök fyrir meðferð sem sameinar EMDR og listmeðferð. Í framhaldinu af þeirri rannsóknarvinnu þróaði hún áfallameðferð fyrir hópa sem boðið var uppá á Heilsustofnun. Hóparnir voru mjög vinsælir og í vitnisburðum þeirra töluðu þátttakendur um djúpa og áhrifamikla vinnu í öruggu og hlýju umhverfi sem Rósa bauð uppá.

Á námskeiðinu tekur Rósa Richter m.a. fyrir Núvitund eða Mindfulness. Mynd: Helena

En hvað er á bakvið öll þessi heiti og hvernig gagnast aðferðirnar? „Ég skal útskýra það í stuttu máli,“ segir Rósa.

„Expressive Arts Therapy er tiltölulega nýtt meðferðarform sem sameinar mismunandi listform sem notuð eru í sálrænni meðferð. Í EXA meðferð er fleira en eitt listform notað í sama meðferðartímanum. Eitt viðfangsefni er t.d fyrst tjáð í formi myndlistar og er síðan flutt yfir í hreyfingu, og svo áfram í ljóð. Hvert skipti sem viðfangsefnið er túlkað öðlast nýr skilningur og úrvinnsla. Það sem gerist í bilinu eða í brúnni milli listforma er mjög merkingarríkt og áhrifaríkt.”

“EMDR (Eye Movement Desensitization and Reprocessing) er talin öflugasta og hraðvirkasta áfallameðferð í dag. Heilbrigðisstofnanir um allan heim, þar á meðal AHS (Alþjóðaheilbrigðisstofnun) mæla með henni sem fyrsta val í meðferð á áföllum. Örfá EMDR viðtöl lækna áfallastreituröskun í 60-90% tilfella. Meira um EMDR á er hægt að finna á heimasíðu: www.emdr.is.”

“Núvitund eða Mindfulness er aðferð og lífsspeki sem á uppruna sinn í Búddisma og hefur verið kennd í rúm 2500 ár. Kennsla á hugleiðslu sem einblýnir á líðandi stundu er í auknum mæli að sanna sig sem áhrifaríkt verkfæri í meðferð á bæði andlegum og líkamlegum meinum. Hún eykur vellíðan og lífsgæði þátttakanda töluvert.“

Hvernig munt þú hjálpa þátttakendum að vinnum að auknu frelsi og aukinni hamingju? „Þetta mun ég fara yfir á helgarnámskeið hjá NFLÍ í Hveragerði dagana 30. júní til 2. júlí nk.“

„Námskeiðið er stílað inná þá sem langar að öðlast frelsi frá hegðunarmynstri sem hefur reynst erfitt að losa sig við. Það getur verið allt mögulegt eins og t.d. stjórnleysi í matarvenjum, óheilbrigður lífsstíl, vanræksla á eigin þörfum, erfiðleikar með að setja öðrum mörk og svo framvegis.

Tekist er á við rótina á því sem viðkomandi er fastur í, hvort sem það er fíkn, meðvirkni eða önnur skaðleg hegðun.“

Rósa veitir fræðslu um hvernig skaðleg hegðun verður til, hvernig hún festist í sessi og hvaða leiðir hafa reynst best til að vinna úr vandanum. Í EMDR úrvinnslunni, sem er partur af

námskeiðinu, rifjast gjarnan upp minningar eða samhengi sem fólk gerði sér ekki grein fyrir, og það öðlast nýjan og dýpri skilning á hegðuninni. Þetta leiðir oftast til aukinnar samkenndar í eigin garð. EMDR vinnan krefst þess ekki að fólk deili upplifun eða reynslu sinni með öðrum þátttakendum. Hver og einn ræður hverju hann deilir með hópnum.

Námskeið Rósu gera fólki kleift að öðlast dýpri skilning á því sem liggur á bak við hegðunina og gefa þátttakendum verkfæri sem þeir geta notað í daglegu lífi. Eitt af þeim verkfærum byggir á því sem kallað er „Tapping“ eða „Emotional Freedom Technique“. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt fram á virkni þessarar aðferðar í að minnka kvíða, auka öryggiskennd, hjálpa í baráttunni við ýmsa fíkn og í að bæta sjálfsstjórn.

„Það þarf ekki að vera leiðinlegt að vinna í sjálfum sér, og langt í frá! Á námskeiðinu er sungið, dansað, leirað, málað, hlegið, tja… og opnað á ýmsar djúpar tilfinningar. Listin kallar fram allan tilfinningaskalann og endurvekur barnið sem býr innra með okkur,“ segir Rósa að lokum.

-hs.

 

Nýjar fréttir