1.1 C
Selfoss

Tvö nýstirni í samstarf

Vinsælast

Föstudaginn 23. júní næstkomandi verður frumflutt á íslenskum útvarpstöðvum, nýtt lag sem er afurð samstarfsverkefnis tveggja nýsirna í tónlistarheiminum. Það eru þau Karitas Harpa sem sigraði Voice Ísland í vetur og Daði Freyr Pétursson sem hafnaði í öðru sæti í söngvakeppni Sjónvarpsins í vor en þar flutti hann ásamt hljómsveit sinni lagið „Hvað með það,“ en lag og flutningur þótti frumlegur og grípandi.

Fyrr á þessu ári sendi Karitas Harpa frá sér lagið Sæla, samstarfsverkefni Karitasar Hörpu, Sölku Sólar og Arnars Freys úr Úlfur Úlfur. Nú heldur Karitas Harpa áfram að semja tónlist, því nýlega heimsótti hún gamlan skólafélagi og vin úr Fjölbrautarskóla Suðurlands út til Berlínar. „Ég flaug bara út til Berlínar og við unnum saman í nokkra daga. Við sömdum í raun nokkur lög en þetta var það sem kláraðist fyrst og við erum að fíla það sjúklega vel.”

„Lagið heitir Enn eitt kvöld, þetta er svona öðruvísi lag um óörugga stúlku og sætan gaur,“ segir Karitas Harpa.

Hér kveði við nýjan tón hjá Karitas, ljúfsár og raunsæ lýsing, stúlku sem er úti á lífinu og sér sætan strák. Þó Daði Freyr syngji ekki í laginu, er það mjög í takt við það sem hann hefur verið að gera. Þungur flottur danstaktur með miklum elektró skreytingum. Spennandi verkefni og örugglega margir sem bíða eftir nýja laginu frá „Enn eitt kvöld.“

Nýjar fréttir