-8.3 C
Selfoss

Hjólabók um Rangárvallasýslu komin út

Vinsælast

Út er komin fimmta Hjólabókin og fjallar hún að þessu sinni um Rangárvallasýslu. Í bókinni má finna frábæra staði sem hægt er að ferðast á. Í kynningu á bókinni segir að vilji fólk losna við fjölmenni, þá sé reiðhjólið rétti ferðamátinn og Rangárvallasýsla rétti staðurinn.

Í Hjólabókinni er lýst ellefu hjólreiðaleiðum, auðveldum og erfiðum, sem eiga það sameiginlegt að þær liggja í hring og að hægt er að loka hringnum á einum degi. Hverri leiðarlýsingu fylgja tillögur að fleiri ferðum. Þar að auki er nokkurra léttra hringleiða, sem ekki teljast til dagleiða, getið í bókinni. Einnig er í henni að finna kort af almenningssamgöngum og umferðarþunga. Helstu hagnýtu upplýsingar um hverja leið eru útlistaðar í máli og á kortum. Allar leiðirnar eru teiknaðar með litaskala sem útskýrir hve brattinn er mikill. Um eitt og hálft hundrað ljósmynda gefur innsýn í sýsluna, hvernig þar er umhorfs og hverskonar vegir og stígar bíða lesenda.

Fyrsta Hjólabókin sem kom út fjallar um Vestfirði, önnur um Vesturland, þriðja um Suðvesturland og fjórða um Árnessýslu. Höfundur bókarinna er Ómar Smári Kristinsson.

Nýjar fréttir