-1.1 C
Selfoss

Eltingaleikur endaði í Ölfusá

Vinsælast

Bifreið fór út af Ölfusárbrú skömmu fyrir hádegi í dag eftir að lögregla hafði veitt henni eftirför. Ökumaður bifreiðarinnar sinnti ekki stöðvunarskyldu lögreglu í Reykjavík laust fyrir klukkan tíu í morgun. Hófst þá eltingaleikur sem barst austur fyrir fjall sem sjö lögreglubílar, tvö bifhjól og tveir sjúkrabílar tóku þátt í. Ferðin endaði loks við Ölfusárbrú en þar fór bíllinn fram af klettum við enda brúarinnar og stöðvaðist á grynningum í ánni. Lögregla hafði þá sett upp hindranir á brúnni svo bíllinn kæmist ekki yfir.

Ökumanni bílsins var bjargað af þaki bílsins og er ekki í lífshættu. Mildi er að bíllinn lenti ekki nokkrum metrum neðar þar sem Ölfusá er mjög straumhörð.

Ölfusárbrú var lokað meðan á björgunaraðgerðum stóð.

Myndir frá björgun bifreiðarinnar má sjá með því að smella hér.

Nýjar fréttir