-1.1 C
Selfoss

Vegleg dagskrá í Hveragerði

Vinsælast

Margir tóku þátt í hátíðarhöldum 17. júní í Hveragerði og var safnast saman til skrúðgöngu í bænum kl. 13:00. Gengið var að hátíðarsvæðinu við sundlaugina í Laugaskarði og var hefðbundin dagskrá bæði fjölbreytt og skemmtileg, eftir vætusaman morgun lét sólin sjá sig undir ávarpi fjallkonunnar. Veitt voru menningarverðlaun, en þau hlaut að þessu sinni Leikfélag Hveragerðis. Síðan var slegið á létta strengi með leikjum, dansi og söng. Hressilega var tekið undir þegar lag Jónasar Sig. Hamingjan hún er hér, ómaði úr hátalarakerfinu. Hægt er að skoða fleiri myndir með því að smella HÉR

-hs.

Skátarnir Stefán, Axel, Jóhanna, Hermundur, Rakel og Eyvindur fóru fremst í flokki í skrúðgöngunni. Mynd: Helena.
Undirbúningur fyrir skrúðgönguna. Mynd: Helena.
Beðið eftir því að lagt verði af stað. Mynd: Helena.
Fjölmennt var í skrúðgöngunni. Mynd: Helena.
Jón Guðlaugsson í Hestamannafélaginu Ljúfur, leiðir skrúðgönguna. Mynd: Helena.
Jón Guðlaugsson í Hestamannafélaginu Ljúfur, leiðir skrúðgönguna. Mynd: Helena.
Dansað á sundlaugarbakkanum. Mynd: Helena.
Dansað á sundlaugarbakkanum. Mynd: Helena.
Íþróttafélagið Hamar og CrossFit Hengill í þrautakeppni. Mynd: Helena.

 

Nýjar fréttir