-5 C
Selfoss

Skógarmessa í Hellisskógi á sunnudag

Vinsælast

Skógarmessa verður í Hellisskógi við Selfoss á morgun sunnudaginn 18. júní kl. 11:00. Kemur skógarmessan í stað hefðbundinnar messu í Selfosskirkju. Byrjað verður á bílaplaninu við minnismerkið og gengið um skóginn, stoppað á nokkrum stöðum þar sem ritningarorð og bænir verða lesin. Endað verður við hellinn með hugleiðingu, blessun og skógarkaffi. Umsjón með stundinni hefur sr. Guðbjörg Arnardóttir. Allir eru velkomnir, stórir sem smáir, og eru beðnir að klæða sig eftir veðri.

Nýjar fréttir