-6.1 C
Selfoss

Katla Mathús er hlaðborðsstaður sem er svolítið nýjung í þessum bransa

Vinsælast

„Við erum að opna hérna í eldfjallasetrinu á Hvolsvelli mjög skemmtilegan veitingastað. Þegar fólk kemur inn á staðinn kemur það fyrst inn á kaffihús eða í svona „grab and go“ búð eins og það er kallað. Ef fólk vill bara stoppa og kaupa sér eitthvað til að taka með sér þá er m.a. boðið upp á nestisbox sem fólk getur valið sér svolítið í. Það er hægt að taka með sér samloku, ávöxt og drykk og eitthvað sætmeti. Og svo er bara stokkið af stað í ferðalagið. Svo er líka hægt að kaupa sér samloku og drykk og setjast niður eða fá sér köku eða vöfflu og cappucino kannski eða gos eða öl. Þetta er svona einfaldari útfærslan á þessu hjá okkur,“ segir Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari hjá Kötlu Mathúsi en hann er einn þriggja eigenda staðarins.

„Við verðum líka með 268 sæta veitingastað hérna á Hvolsvelli sem verður svona hlaðborðsstaður sem er svolítið nýjung í þessum bransa. Við fórum af stað með það að vera með veitingahús sem er bara hlaðborð. Fólk kemur á línu og stjórnar því sjálft hvað það fær sér. Það er hægt að fá sér allan matinn en þá er það súpa og salatbar. Hægt að velja úr sjö mismunandi heitum aðalréttum og svo erum við með eftirréttakæli þar sem hægt er að velja sér eftirrétt. Einnig er skurðarstöð þar sem fólk getur fengið sér lambasteik eða grísasteik eða eitthvað álíka, skornið af matreiðslumanni. Svo eru drykkir á drykkjastöð þar í framhaldinu. Ef fólk vill bara fá sér súpu og salatbar er hægt að fá sér það, ef það vill bara aðalrétt er hægt að fá sér bara aðalrétt. Ef fólk vill aðalrétt og eftirrétt þá er það alveg líka hægt. Fólk getur sjálft stjórnað svolítið hvað það er að eyða í þetta. Fyrir fullt borð borgar fólk 3.900 krónur.“

„Við stílum þetta að sjálfsögu upp á ferðamenn og gesti sem koma hingað í eldfjallamiðstöðina. Við erum líka að hugsa um heimamenn en við erum búin að fá gífurlega jákvæð viðbrögð frá þeim. Það hafa margir talað um að það hafi vantað eitthvað svona í flóruna hérna. Við viljum náttúrulega fá heimamenn og bara Íslendinga til að koma til okkar og borða hjá okkur. Við verðum með mismunandi súpur og salöt alla daga. Þetta er náttúrulega bara mjög gaman, þ.e. að geta byrjað á þessu, og geta gert eitthvað aðeins öðruvísi á þessum markaði. Okkur hefur líka fundist þetta vanta fyrir túristann og Íslendinga þ.e. svona stað sem er hægt að droppa inn á og fólk er snöggt að afgreiða sig, borða og heldur síðan áfram ferðalaginu,“ segir Ásbjörn.

Nýjar fréttir