-5.5 C
Selfoss

Hreimur og félagar eru spenntir

Vinsælast

„Við erum gríðarlega spenntir og hlökkum til að fá að spila alvöru þjóðhátíðarball á 17. júní í stóru partýtjaldi,“ segir Hreimur Örn forsöngvari hljómsveitarinnar Made in Sveitin sem mun leika fyrir dansi að kvöldi á 17. júní í Sigtúnsgarðinum á Selfossi. „Hér áður fyrr voru sautjándaböllin mjög fyrirferðarmikil í minni dagskrá og okkar í hljómsveitinni. Það er líka orðið allt allt of langt síðan við spiluðum á Selfossi.“

Á föstudagskvöldinu koma Stebbi Jak og Andri Ívars, betur þekktir sem „Föstudagslögin“ fram og skemmta. „Þetta verður alls konar bland,“ segir Andri. „Við ætlum að vera með tónlistartengdar spurningar, létt grín og svo að sjálfsögðu spilum við töluvert af lögum.“ Frítt er inn á föstudagskvöldinu í boði Ölgerðarinnar en 18 ára aldurstakmark er á dansleikinn á laugardagskvöldinu.

Nýjar fréttir