Þjóðhátíðardaginn 17. júni ber að þessu sinni upp á laugardag. Venju samkvæmt verður haldið upp á daginn víða á Suðurlandi. Flest sveitarfélög kynna dagskrá sína á heimasíðum sínum, facebokk síðum eða með því að dreifa bæklingum í hús.
Hátíðardgskrá verður með hefðbundnu sniði á Selfossi, skrúðganga frá kirkjunni og skemmtidagskrá í Sigtúnsgarðinum auk fjölda viðburða út um allan bæ. Boðið verður upp á morgunjóga við árbakkann hjá hótelinu, grillpartý og tónleika með Daða Frey í Hellisskógi og ball með hljómsveitinni Made in Sveitin um kvöldið. Útitafl verður við Fischersetur og safnið opið. Þá verður hægt að fá sér hátíðarkaffi líkt og verið hefur. Auk þess verða sérstakir tónleikar föstudagskvöldið 16. júní með Stebba Jak og Andri Ívars en þeir eru þekktir undi nafninu „Föstudagslögin“.