3.9 C
Selfoss

Fjölbreytt hátíðahöld á 17. júní

Vinsælast

Þjóðhátíðardaginn 17. júni ber að þessu sinni upp á laugar­dag. Venju samkvæmt verður hald­ið upp á daginn víða á Suður­landi. Flest sveitarfélög kynna dag­skrá sína á heimasíðum sín­um, facebokk síðum eða með því að dreifa bækl­ing­um í hús.

Hátíðardgskrá verður með hefð­bundnu sniði á Selfossi, skrúð­ganga frá kirkjunni og skemmti­dagskrá í Sigtúnsgarðin­um auk fjölda viðburða út um allan bæ. Boðið verður upp á morgunjóga við árbakkann hjá hótelinu, grill­partý og tónleika með Daða Frey í Hellis­skógi og ball með hljóm­sveitinni Made in Sveitin um kvöldið. Úti­tafl verður við Fischer­setur og safnið opið. Þá verður hægt að fá sér hátíðarkaffi líkt og verið hefur. Auk þess verða sér­stakir tónleikar föstu­dags­kvöld­ið 16. júní með Stebba Jak og Andri Ívars en þeir eru þekktir undi nafninu „Föstu­dags­lögin“.

Nýjar fréttir