-0.5 C
Selfoss

Brokk og Skokk í Árnesi á þjóðhátíðardaginn

Vinsælast

Heimsmeistarakeppni í Brokki og Skokki verður haldin við Skaftholtsréttir í Árnesi á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Keppnin hefst kl. 10:00.

Þetta er í fimmta sinn sem þessi fjölskylduvæna keppni er haldin og ávallt hefur veðrið leikið við þátttakendur. Brokk og Skokk er liðakeppni þar sem tveir knapar og einn hestur fara brautina. Knapar skiptast á að hlaupa og sitja hestinn. Tvær brautir eru í boði. Fjölskyldubraut sem er um 3ja kílómetra löng og íþróttabraut um 6 kílómetrar. Í fjölskyldubraut má skipta um knapa hvenær sem er og teyma má börn yngri en 8 ára alla leiðina. Íþróttahringurinn hefur 5 skiptistöðvar og verður að skipta um knapa á að minnsta kosti fjórum þeirra. Skráning fer fram á facebook í hópnum Brokk og Skokk. Eins má skrá sig til keppni á staðnum.

Nýjar fréttir