3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Allt að smella saman

Allt að smella saman

0
Allt að smella saman
Sigurrós Jóhannsdóttir starfsmaður Umhverfisdeildar Hveragerðis við undirbúning þjóðhátíðardagsins. Mynd: Helena.

Undanfarna daga hefur verið í nógu að snúast hjá bæjarfélögum landsins, við undirbúning hátíðarhalda á morgun 17. júní. Í Hveragerði og á Selfossi er allt að smella saman en í vikunni var gróðursetning í fullum gangi í blómabænum Hveragerði. Það er Sigurrós Jóhannsdóttir hjá Umhverfisdeild sem sér til þess að garðurinn Smágarðar er nú blómum prýddur. Samkvæmt dagskrá hefjast hátíðarhöld í Lystigarðinum í Hveragerði kl. 10:30 á morgun 17. júní.

Baldur Rafn Gissurason við undirbúning á hátíðarsvæðinu á Sigtúnsgarði Selfossi, seinnipartinn í dag.
Baldur Rafn Gissurason við undirbúning á hátíðarsvæðinu á Sigtúnsgarði Selfossi, seinnipartinn í dag. Mynd: Helena.

Í dag var verið að koma fyrir útisviði á hátíðarsvæðinu á Sigrúnartúni, Selfossi og í stóra tjaldinu var Baldur Rafn að leggja hönd á lokafrágang, en dagskráin hefst þar kl. 21:00 í kvöld, með tónleikum og öðru skemmtiefni.