3.9 C
Selfoss

Sambúðin gengur vel

Vinsælast

Sigrún Gunnlaugsdóttir á Selfossi komst í fréttirnar í síðastliðinni viku eftir að vinur hennar Magnús Hlynur fréttamaður heyrði af því að um að hún hafði tekið að sé Skógarþrastarunga, en hann hafði fallið úr hreiðri í garðinum hennar nýskriðinn úr eggi. Þegar ljósmyndari Dagskrárinnar spurði Sigrúnu um málið hafði hún þetta að segja: „Það hringdi dyrabjallan og Magnús Hlynur stóð bara hér fyrir utan, hann vissi að ef hann hringdi á undan sér, mundi ég segja nei við því vera með í viðtali. Ég er ekki svo gefin fyrir athyglina en nú erum við Þröstur orðin fræg og ekkert meira að segja um það segja,“ segir Sigrún og hlær. Eftir smá stund bættir hún því við að hún væri farin að mata Þröst á osti og fleira góðgæti og vonaðist hún til að brátt kláraði hann sig sjálfur úti í náttúrunni.

-hs

Nýjar fréttir