-5.2 C
Selfoss

Breytingum á Kaffi Selfoss vel tekið

Vinsælast

Breytingar hafa verið gerðar á rekstri Kaffi Selfoss. Þær felast aðallega í því að nú er Kaffi Selfoss allt í senn, kaffistofa, brauðbúð og ölstofa. Einnig hefur opnunartíma verið breytt.

„Aðalbreytingin er í vöruúrvalinu eða matnum sem við erum með,“ segir Bjarmi Skarphéðinsson framkvæmdastjóri. „Við tókum í raun matseðilinn og hentum honum. Nú bjóðum við upp á nýbakað brauðmeti alla daga og fersk salöt og súpur í hádeginu. Við snerum í rauninni þessu alveg á hvolf. Þetta er svona ferskt-kalt eldhús núna. Svo er óhætt að segja að nýbökuðu brauðin frá Sindra bakara á Flúðum hafi slegið í gegn.“

Breytingarnar á staðnum eru töluverðar útlitslega, en búnið að lýsa staðinn heilmikið upp og gera hann bjartari og skemmtilegri. Mesta breytingin, að sögn Bjarma, er þó hvað varðar opnunartíma og vöruúrval. „Við erum með ákveðinn markhóp í huga sem við erum að stefna á. Við opnum núna klukkan átta á morgnana á virkum dögum og klukkan níu um helgar. Við erum með bakkelsi og brauð og salöt og súpur. Við erum þannig séð að bjóða meira fjölskyldufólki inn á staðinn. Við opnuðum í síðustu viku og viðtökurnar hafa verið alveg frábærar. Við stefnum auðvitað fyrst og fremst á að ná til fólks hér á svæðinu en samt getur hver sem er komið hér.“

Nýjar fréttir