5 C
Selfoss

Forsetahjónin í sól og blíðu í Bláskógabyggð

Vinsælast

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reed komu í opinbera heimsókn í Bláskógabyggð föstudaginn 9. júní sl. Var heimsóknin m.a. í tilefni 15 ára afmælis sveitarfélagsins. Óhætt er að segja að verðurguðirnir hafi verið í hátíðarskapi þennan dag því sól og blíða var meðan á heimsókninni stóð.

Tekið var á móti forsetahjónunum við Selbrúnir og þaðan haldið til Þingvalla. Síðan var komið við í Laugarvatnshellum áður en haldið var á Laugarvatn. Eftir hádegi skoðuðu forsetahjónin m.a. kúabú á Hjálmsstöðum áður en komið var í Laugarás þar sem heilbrigðisráðherra var mættur. Þar var skrifað undir samning um Heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð. Eftir viðkomu í Friðheimum var komið í Aratungu seinni partinn þar sem var móttaka fyrir íbúa Bláskógabyggðar og gesti.

Nýjar fréttir