-7 C
Selfoss

Allt að gerast, leikmyndin á leið í Þjóðleikhúsið

Vinsælast

Nú er í fullum gangi undirbúningur á fjölum Þjóðleikhússins við uppsetning leikmyndar Leikfélags Hveragerðis fyrir leikritið Naktir í náttúrunni. Leikritið er byggt á verkinu The Full Monty.

Fyrir hönd Þjóðleikhússins völdu leikararnir Atli Rafn Sigurðarson, Edda Arnljótsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Snorri Engilbertsson, ásamt Ara Matthíassyni þjóðleikhússtjóra, leikritið Naktir í náttúrunni, sem Leikfélag Hveragerðis sýndi, sem athyglisverðustu uppsetningu áhugaleiksýningu leikársins.

Leikmyndin á leið í Þjóðleikhúsið.

Leikgerð og leikstjórn Naktir í náttúrunni er í höndum Jóns Gunnars Þórðarsonar en leikverkið sló í gegn í heimabyggð í vetur. Sýningarnar á leikárinu eru orðnar alls 22. Verkið fjallar um atvinnulausa menn sem taka sig saman og fara að æfa nektardans til að hafa í sig og á. Auk góðrar framistöðu leikara þykir sviðsmyndin einstaklega vel heppnuð. Hjörtur Benediktsson hjá Leikfélagi Hveragerðis, segir í samtali við Dagskrána að þetta sé að sjálfsögðu mikill heiður og sómi sem þeim hafi verði sýndur. Hann bendir einnig á að á síðunni leiklist.is sé umfjöllun um sýninguna.

Miðasala á sýninguna er í fullum gangi en aðeins ein sýning verður í Þjóðleikhúsinu þann 15. júní næstkomandi, kl. 19.30. Því er síðustu forvöð að tryggja sér miða sem eru seldir á Tix.is.

Nýjar fréttir