-6 C
Selfoss
Home Fréttir Skrifað undir samning um Heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð

Skrifað undir samning um Heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð

0
Skrifað undir samning um Heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð
Frá undirritun samnings um Heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð.

Skrifað var undir samning um Heilsueflandi samfélag í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, í Bláskógabyggð sl. föstudag. Samningurinn er á milli Bláskógabyggðar og Embættis landlæknis. Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra mætti í Heilsugæsluna í Laugarási þar sem undirritunin fór fram. Hann ávarpaði jafnframt samkomuna við þetta tækifæri.

Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem heilsa og vellíðan allra íbúa er höfð í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Unnið er kerfisbundið með lýðheilsuvísa, gátlista og önnur gögn til að meta stöðuna með tilliti til þarfa íbúa á öllum æviskeiðum og forgangsraða í samræmi við þá greiningu.

Meginmarkið samstarfsins er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa í Bláskógabyggð.