2.8 C
Selfoss
Home Fréttir Kona slasaðist við Seljavallalaug

Kona slasaðist við Seljavallalaug

0
Kona slasaðist við Seljavallalaug
Seljavallalaug.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vík og Hvolsvelli fóru í nótt að Seljavallalaug undir Eyjafjöllum. Þar hafði ung kona runnið í fjallshlíð og slasað sig á fæti allnokkuð frá vegi.

Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að tveir hópar björgunarmanna hafi farið á vettvang og að þurft hafi að bera  konuna allnokkra vegalengd svo og vaða yfir á áður en hægt var að komast að sjúkrabíl. Tókst það um þrjúleytið í nótt og var henni þá ekið á sjúkrahús til aðhlynningar.