-6.7 C
Selfoss

Handboltastelpur Selfoss endunýja samninga

Vinsælast

Handknattleiksdeild Selfoss hefur undanfarið endurnýja samninga við lykilleikmenn sína. Í vikunni skrifaði Kristrún Steinþórsdóttir undir nýjan samning við félagið.

Kristrún sem hefur spilað allan sinn feril með liði Selfoss hefur verið ein af lykilleikmönnum í liðinu undanfarin ár. Hún hefur auk þess spilað með öllum yngri landsliðum Íslands og verið í afrekshópi HSÍ.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni segir að Kristrún sé mikilvægur hlekkur í þeirri vegferð sem framundan er hjá félaginu næsta vetur og að það sé fagnaðarefni að hún skuli taka þátt í henni ásamt félögum sínum á Selfossi.

Fyrir skömmu framlengdu systurnar Hrafnhildur Hanna og Hulda Dís Þrastardætur samninga sína. Sama gerði Perla Ruth Albertsdóttir. Allar hafa þær gegnt mikilvægum hlutverkum í Selfossliðinu.

Þá var tilkynnt fyrir skemmstu að Örn Þrastarson yrði þjálfari liðsins og Rúnar Hjálmarsson aðstoðarþjálfari. Báðir hafa þeir tekið þátt í uppbyggingu hndboltans á Selfossi unanfarin ár.

Nýjar fréttir