-0.5 C
Selfoss

Sjómannadagshelgi í Þorlákshöfn og á Stokkseyri

Vinsælast

Sjómannadagshelgin verð­ur haldin í Þorlákshöfn og á Stokkseyri um helgina.

Í Þorlákshöfn verða hátíð­höld á laugardag. Þau hefjast kl. 13:00 með skemmtisigl­ingu þar sem lagt verður af stað frá Svartaskersbryggju. Björgun­ar­sveitin Mannbjörg verður svo með hefðbundna dagskrá við Herjólfsbryggju og hefst hún kl. 13:30. Þar verður boðið upp á kappróður, kara­hlaup, koddaslag, kassaklifur, hoppukastala, andlitsmálun o.fl. Sjómannas­kemmmt­un verð­ur um kvöld­ið í Versölum kl. 20.
Á sunnu­dag veður sjó­manna­dagsmessa í Þorláks­kirkju kl. 11 og sjómannadags­kaffi í Versölum frá kl. 15.

Á Stokkseyri verður hátíðar­guðsþjónustu í Stokks­eyrar­kirkju á sunnudag kl. 11. Blóm­sveig­ur verður lagður að minnis­varða um drukknaða sjó­menn. Skemmtidagskrá verð­ur síðan á íþróttavellinum kl. 13:30. Þar verður kassaklif­ur, reip­tog, hjólböruleikur, hoppu­kast­ali, trampolin, teygju­hopp o.fl. Sjómanna­dags­kaffi verð­ur í íþróttahús­inu kl. 14:30–17:00.

Nýjar fréttir