-5.5 C
Selfoss

Gengið með hugarfari pílagrímsins

Vinsælast

Annar áfangi pílagrímagöngunnar frá Strandarkirkju heim í Skálholt verður sunnudaginn 11. júní en þá verður lagt frá Þorlákskirkju til Eyrarbakka. Þátttakendur mæta á áfangastað hverrar göngu og rúta flytur síðan hópinn á upphafsstað göngunnar. Ferðafélag Íslands sem heldur utanum skráningu í ferðirnar. Sjá á www.fi.is. Facebook síða er: pílagrímaleið.

Göngulag pílagrímsins er með dálítið öðrum hætti en göngumannsins. Eitt er að fara af stað og ganga, en annað er að ganga í gleðisöng pílagrímsins. Þessar ferðir gætu því komið að gagn fyrir fólk til að temja sér hugarfar pílagrímsins í henni veröld. Heimamenn mæta pílagrímum og kynna fyrir þeim sögur og sjónardeildarhringinn.

Tæplega 30 manna hópur gekk fyrsta legginn frá Strandarkirkju. Þeir sr. Axel Á Njarðvík og sr. Halldór Reynisson leiða hópinn.

Nýjar fréttir