4.5 C
Selfoss

Kótelettan hefst í dag

Vinsælast

Kótelettan, BBQ festival, hefst á Selfossi í dag og mun standa yfir föstudag, laugardag og sunnudag. Er þetta í áttunda skipti sem hátíðin er haldin og að vanda er boðið er upp á fjölda skemmtikrafta og atriða.

Hátíðin hefst kl. 19 þegar opnað verður í tívolítæki, vatnabolta og fleira. Opnað verðu inn á svæðið við útisviðið kl. 23:00 og kl. 23:30 hefja fyrstu tónlistarmennirnir leik. Þar koma ram Alexander Olgeirsson, GDMA, Amabadama, Sylvía Erla, Aron Can, Áttan, Emmsé Gauti og Albatross. Á innisviðinu hefur DJ Random leik kl. 01:00.

Á laugardag og sunnudag verður afar fjölbreytt dagskrá sem sjá má inn á facebook-síðu hátíðarinnar:

https://www.facebook.com/kotelettan/

Nýjar fréttir