-5.2 C
Selfoss

Gunnlaug ráðin skólastjóri Flóaskóla

Vinsælast

Gunnlaug Hartmannsdóttir, Hróarsholti, hefur verið ráðin í starf skólastjóra Flóaskóla. Alls sóttu fimm um starf skólastjóra en tveir einstaklingar drógu umsóknir sínar til baka.

Gunnlaug lauk BA prófi í uppeldisfræði frá Háskóla Íslands árið 1989, diplómanámi á framhaldsstigi í námsráðgjöf árið 2003 og árið 2013 stundaði  hún í meistaranám í námsráðgjöf.

Á heimasíðu Flóahrepps kemur fram að Gunnlaug hefur reynslu af kennslu bæði við grunn- og framhaldsskóla auk kennslu í fullorðinsfræðslu. Hún  starfaði sem grunnskólakennari við  Selásskóla, framhaldsskólakennari við Framhaldsskóla Norðurlands vestra og auk kennslu hefur hún sinnt námsráðgjöf. Þá segir að Gunnlaug hafi komið að þrónunarstarfi í flestum sínum störfum, þróaði aðstoð og úrræði fyrir lesblinda, verið í leiðandi hlutverki í þróunarstarfi tengdu móðurskólaverkefni í útikennslu og umhverfisvernd, „Grænfánaverkefni“, unnið að námskrárbreytingum auk aðkomu að ýmsum mannauðstengdum ferlum.

Gunnlaug hefur því víðtæka reynslu af fræðslu- og skólamálum eftir áratuga starf við stjórnun, kennslu og ráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum sem og við fullorðinsfræðslu. Undanfarin 10 ár hefur Gunnlaug verið skólastjóri Tollskóla ríkisins auk þess að hafa starfað sem starfsþróunarstjóri hjá embættinu. Auk þess að annast fræðslumál hjá embættinu hefur Gunnlaug komið að öðrum mannauðsmálum, s.s. ráðgjöf við stjórnendur í erfiðum starfsmannamálum og stefnumótun af ýmsu tagi.

Gunnlaug mun koma að úrvinnslu umsókna um kennarastöður og ráðningu kennara við Flóaskóla fyrir skólaárið 2017–2018 en mun síðan taka formlega við starfinu frá og með 1. ágúst 2017.

Nýjar fréttir