-6.7 C
Selfoss

Cay Nylund opnar ljósmyndasýningu í Hveragerði

Vinsælast

Föstudaginn 9. júní kl. 16.30 verður í Bókasafni Hveragerðis opnuð sýning á verkum sænska ljósmyndarans Cays Nylund.

Cay fæddist í Öxelsund á austurströnd Svíþjóðar árið 1947, en býr nú í Jönköping. Hann starfaði lengi við endurhæfingu sjúkra og slasaðra. Barnungur hóf hann að taka ljósmyndir. Síðar á ævinni notaði hann ljósmyndunina til að létta á sálinni vegna erfiðrar reynslu úr vinnu sinni, enda þurfti hann oft að sinna deyjandi börnum.

Cay Nylund hefur einbeitt sér að náttúrulífsljósmyndum, landslagi, gróðri og fuglum að ógleymdum vötnum og hafinu, sem heillar hann mjög. Á seinni árum hefur hann haldið sjö sýningar á verkum sínum í Svíþjóð.

Allir eru velkomnir á sýningaropnun. Boðið verður upp á hressingu og spjall við ljósmyndarann. Sýningin er opin um leið og safnið, mánudaga kl. 11–18:30, þriðjudaga – föstudaga kl. 13–18:30 og laugardaga kl. 11–14.

Nýjar fréttir