-7 C
Selfoss

Ungmennaráð Suðurlands kom saman í fyrsta sinn

Vinsælast

Rúnar Guðjónsson, formaður Ungmennaráðs Suðurlands.

Nýstofnað Ungmennaráð Suðurlands kom saman í fyrsta sinn í síðustu viku. Um var að ræða fyrsta fund ráðsins og skiptu ungmennin með sér verkum á fundinum. Rúnar Guðjónsson úr Hrunamannahreppi var kjörinn formaður ráðsins og Jana Lind Ellertsdóttir úr Bláskógabyggð var kjörin varaformaður. Í ráðinu eiga sæti ungmenni frá öllum sveitarfélögum á Suðurlands, samtals 15.

Eftirtaldir aðilar eiga sæti í ráðinu;

  1. Rúnar Guðjónsson formaður – Hrunamannahreppi
    Anna Marý Karlsdóttir varamaður – Hrunamannahreppi
  1. Jana Lind Ellertsdóttir varaformaður – Bláskógabyggð
    Ástrós Pálmadóttir varamaður – Bláskógabyggð
  1. Rebekka Rut Leifsdóttir – Rangárþingi ytra
    Dagný Rós Stefánsdóttir varamaður – Rángarþing- ytra
  1. Þórunn Ösp Jónasdóttir – Árborg
    Sveinn Ægir Birgisson varamaður – Árborg
  1. Kristrún Ósk Baldursdóttir – Rangárþingi eystra
    Ástríður Björk Sveinsdóttir varamaður – Rangárþingi eystra
  1. Ragnar Óskarsson – Ölfusi
    Sandra Dís Þrastardóttir varamaður – Ölfusi
  1. Arndís Ósk Magnúsdóttir – Hornafirði
    Jóhann Klemens Björnsson varamaður – Hornafirði
  1. Davíð Ernir Kolbeins – Hveragerði
    Bryndís Jóna Gunnarsdóttir varamaður – Hveragerði
  1. Íris Hanna Rögnvaldsdóttir – Skaftárhreppi
    Svanhildur Guðbrandsdóttir varamaður – Skaftárhreppi
  1. Friðrik Magnússon – Vestmannaeyjum
    Sigríður Snæland varamaður – Vestamannaeyjum
  1. Jón Martein Ásgrímsson – Grímsnes- og Grafningshreppi
    Kristrúnu Urði Harðardóttur varamaður – Grímsnes- og Grafningshreppi
  1. Ástráður Unnar Sigurðsson – Skeiða- og Gnúpverjahreppi
    Mattías Bjarnason varamaður Skeiða- og Gnúpverjarhreppi
  1. Katla Þráinsdóttir – Mýrdalshreppi
    Birna Sólveig Kristófersdóttir varamaður – Mýrdalshreppi
  1. Agnes Björg Birgisdóttir – Flóahreppi
    Hólmar Höskuldsson varamaður Flóahreppi
  1. Halla Rún Erlingsdóttir – Ásahreppi

Ungmennaráð fyrir heilan landshluta hefur ekki verið til á Íslandi áður og er því um merkilegt framtak að ræða hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) sem samþykktu á aðalfundi samtakanna í október 2016 að stofna slíkt ungmennaráð. Forsagan er sú að Ungmennaráð Árborgar stóð að vel heppnaðri ráðstefnu ungmennaráða á Suðurlandi í september 2016. Á ráðstefnunni fram kom sú hugmynd að gott væri að eiga betri vettvang fyrir ungmenni á Suðurlandi til að eiga reglulega samtal við stjórn SASS um málefni ungmenna og Suðurlands.

Ungmennaráð Suðurlands ræddi á sínum fyrsta fundi málefni sem snerta ungmenni og landshlutann með einum eða öðrum hætti. Ráðið samþykkti að vinna eftir því leiðarljósi að vera lausnamiðað í málefnum ungmenna. Ráðið starfar eftir samþykktu erindisbréfi þar sem fram kemur hlutverk ráðsins, en það er eftirfarandi;

– Að vekja athygli á málefnum ungs fólks á Suðurlandi.

– Að sýna frumkvæði og virka þátttöku með umræðum og athöfnum sem íbúar á Suðurlandi og öðlast þannig sterka rödd í samfélaginu að ákvörðunum sem snerta líf þeirra.

– Að auka jafningjafræðslu og styðja við ungmennaráð sveitarfélaganna á Suðurlandi.

– Að vera ráðgefandi fyrir stjórn SASS og funda með stjórninni a.m.k. einu sinni á ári.

– Að koma tillögum og ábendingum til stjórnar SASS um þau málefni sem ráðið telur skipta ungmenni á Suðurlandi máli.

– Að gæta hagsmuna ungmenna á Suðurlandi.

– Að stuðla að bættum skilyrðum fyrir ungmenni á Suðurlandi m.t.t. náms, velferðar, vinnu, tómstunda, menningarstarfs, samgangna og framtíðarbúsetu á Suðurlandi.

Ráðið ákváð að leggja áherslu á þrjú mál á sínum fyrsta sameiginlega fundi með stjórn SASS; húsnæðismál fyrir nemendur m.a. varðandi heimavist og einnig á almennum leigumarkaði. Úrbætur í almenningssamgöngum fyrir landshlutan. Og að lokum vildu þau kanna hver stefnan er með þróttamannvirkin á Laugavatni og hvort að SASS geti komið betur að málinu. Ráðið átti gott samtal við stjórnin um þessi mál og ýmis fleiri málefni. Næsti fundur ráðsins verður í september 2017. Með ungmennaráðinu starfa þau Gunnar E. Sigurbjörnsson tómstunda- og forvarnarfulltrúi, Gerður Dýrfjörð tómstunda- og félagsmálafulltrúi og Guðlaug Ósk Svansdóttir verkefnastjóri.

(Rúnar Guðjónsson)

Rúnar Guðjónsson formaður Ungmennaráðs Suðurlands.

Nýjar fréttir