-5 C
Selfoss

Björgvin Karl sigraði á Evrópu- og Afríkuleikunum í CrossFit

Vinsælast

Björgvin Karl Guðmundsson, sem æfir og þjálfar hjá CrossFit Hengli í Hveragerði, sigraði Evrópu- og Afríkuleikana í CrossFit en þeir fóru fram í Madríd fyrir skömmu. Með sigrinum tryggði hann sér keppnisrétt á Heimsleikunum sem fara fram í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum 3.–6. ágúst nk. Þær Annie Mist Þórisdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir tryggðu sé einnig keppnisrétt. Annie Mist lenti í 3. sæti í undankeppninni með 512 stig. Þuríður Erla varð fimmta með 464 stig. Björgvin Karl sigraði karlakeppnina með glæsibrag, fékk 545 stig eða 60 stigum meira en næsti maður. Þá tryggðu tvö íslensk lið sér sæti í liðakeppni Heimsleikanna þ.e. lið CrossFit XY sem varð í 3. sæti og lið CrossFit Reykjavíkur sem varð í 5. sæti.

Nýjar fréttir