-6.1 C
Selfoss
Home Fréttir Bæjarráð gerir athugasemdir við póstþjónustu í Árborg

Bæjarráð gerir athugasemdir við póstþjónustu í Árborg

0
Bæjarráð gerir athugasemdir við póstþjónustu í Árborg

Bæjarráð Árborgar gerði athugasemdir við þær breytingar sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi póstþjónustu í sveitarfélaginu á fundi sínum þann 1. júní síðastliðinn. Þar segir í fundargerð:

„Bæjarráð telur óhagræði af því að dreifa fjölpósti, þar á meðal héraðsfréttablöðum sem eru mikilvægur auglýsingamiðill, sem áður var dreift á fimmtudögum, yfir í það að vera til skiptis á fimmtudögum og föstudögum. Einnig hefur fyrirkomulagi á móttöku og dreifingu dreifibréfa verið breytt til verri vegar sem kemur sér afar illa fyrir aðila á borð við sveitarfélag sem hefur nýtt þjónustu póstsins mikið til dreifingar tilkynninga í formi dreifibréfa, en sveitarfélagið hefur verið stór viðskiptaaðili Póstsins í gegnum árin. Þá mótmælir bæjarráð því einnig að þjónusta í dreifbýli hafi verið skert með fækkun útburðardaga.“

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, vék af fundi undir þessum lið.