3.4 C
Selfoss

Selfyssingar með gull, silfur og brons á Norðurlandamóti

Vinsælast

Norðurlandamótið í júdó fór fram í Trollhattan í Svíþjóð dagana 13.–14. maí sl. Þrír Selfyssingar voru í sextán manna landsliðashópi auk fimm keppenda sem fóru á eigin vegum eða síns félags. Það voru þeir félagar Egill Blöndal, Grímur Ívarsson og Úlfur Þór Böðvarsson.

Árangur íslensku keppandanna var mjög flottur og uppskáru þeir fjögur gull, þrjú silfur og þrjú brons verðlaun.

Af árangri Selfyssinga varð Grímur Norðurlandameistari U21 árs í -100 kg flokki. Egill hlaut silfurverðlaun í -90 kg flokki karla og Grímur hlaut einnig bronsverðlaun í -100 kg flokki karla. Úlfur varð í 7. sæti í -90 kg flokki bæði karla og U21.

Nýjar fréttir