4.5 C
Selfoss
Home Fréttir Gastro Truck við Frón á morgun

Gastro Truck við Frón á morgun

0
Gastro Truck við Frón á morgun
Linda Björk og Gylfi við the Gastro Truck.

Matarbíllinn The Gastro Truck verður staðsettur fyrir utan skemmtistaðinn Frón á Selfossi á morgun sunnudaginn 4. júní í tilefni þess að Frón heldur upp á 4 ára afmæli sitt. Jafnframt munu XXX ROTTWEILER sjá um trylla Frónverja í fyrsta skipti ásamt Dj-um kvöldsins.

„Við erum nýfarin af stað með matarbílinn og fengum tækifæri á að vera fyrir utan Frón í tilefni afmælsins. Við erum svokallaður „food truck“ og bjóðum upp á crispy spicy kjúklingaborgara sem er pæklaður, „sous vid-aður“ og djúpsteikur, borinn fram í brauði með rifnu salati og jalapenio jógúrt aioli. Við verðum með opið við Frón á Selfossi frá kl. 19,“ segir Linda Björk hjá The Gastro Truck. Hún bætti jafnframt við að þau taki að sér alhliða veisluþjónustu, mæti í veisluna, afmælið, útskriftina, starfsmannagleðina eða hvað annað sem fólki dettur í hug að kalla það til að hafa afsökun fyrir að panta hjá þeim.